07.12.1981
Efri deild: 18. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (999)

136. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég held að það sé misskilningur hjá hæstv. iðnrh. ef hann telur að ég hafi verið að bera það á hann að hann væri á móti verðjöfnun á upphitunarkostnaði. Ég tók einmitt fram að ég teldi hann ekki í hópi þeirra manna. En ég hafði ýmislegt að athuga við það sem hann sagði því að þá fannst mér hann vera kominn í hóp úrtölumanna. Það var það sem ég gerði aths. við og átti ekki von á því hjá hæstv. ráðh. að hann hagaði svo máli sínu í þessum umr.

Hann vék aftur að frv. mínu og minna félaga um niðurgreiðslu á olíu um 60% og sagði að það hefði verið óraunhæft, m. a. með tilliti til rafmagnskostnaðar. Ég hef ekki tíma hér til þess að fara að ræða þetta merka frv., en minni aðeins á að samkv. þessu frv. átti líka að koma stuðningur við rafveitur.

Hæstv. ráðh. minntist á orkusparnað. Auðvitað erum við allir með orkusparnaði, en ég ætla ekki að fara að ræða þær ráðstafanir sem mér virðast núna vera uppi til orkusparnaðar.

Ég hef sagt það í öðrum umr. að mér virtist að það mundi taka 100 ár að vinna þau verk sem nauðsynlegt væri að vinda bráðan bug að ef viðhöfð væru þau vinnubrögð sem hæstv. iðnrh. hefur mótað. (StJ: Var það ekki örstutt aths.?) Þetta er örstutt aths., segir minn ágæti meðflm. að því frv. sem hér hefur borið á góma. Örstutt aths. er örstutt alveg jafnt hvort ég flyt þá aths. eða hæstv. iðnrh. Og nú skal ég ekki orðlengja þetta fiekar vegna þess að þetta á að vera örstutt aths.