17.12.1982
Neðri deild: 21. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (1001)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Eins og fram hefur verið tekið hér er hlutverk okkar alþm. fyrst og fremst að leggja á borgara landsins skatta og skyldur fyrir ríkissjóð. Það er ekki samræmi í því að fella fyrst till., sem við hér leggjum til, um að lækkaðir séu eignarskattar á íbúðarhúsnæði á almenningi og flytja síðan till. um að skylda sveitarfélögin til að gera það sem alþm. treysta sér ekki sjálfir til að gera gagnvart ríkissjóði. Þetta er auðvitað gersamlega út í hött og ég greiði ekki atkv.