17.12.1982
Neðri deild: 21. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (1002)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Það er rangt, sem hv. þm. Sighvatur Björgvinsson hélt fram, að það sé meiningin að mismuna ríki og sveitarfélögum. Fyrir liggur till. frá ríkisstj. um að ríkið takmarki einnig sína skattheimtu við þau 65% sem hér er gerð till. um. Hér er uppi till. um að jafna álögur á þéttbýlisbúa og landsbyggðina þannig að íbúar þéttbýtisins beri ekki hærri skatta en aðrir að þessu leyti. Ég segi já við till.