17.12.1982
Neðri deild: 21. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1253 í B-deild Alþingistíðinda. (1014)

112. mál, eftirlaun aldraðra

Frsm. (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. heilbr.- og trn. um 112. mál þingsins, frv. til 1 um breytingu á lögum um eftirlaun aldraðra frá 1979, með þeim breytingum sem orðið hafa síðan.

Þetta mál er komið til okkar í heilbr.- og trn. frá Ed. Við höfum orðið sammála um að mæla með því eins og það kemur frá Ed., en ég tel rétt að gera aðeins grein fyrir efni þessa máls.

Þetta er samkomulagsatriði milli Alþýðusambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna frá 30. júní 1982. Er þar gert ráð fyrir óbreyttri tilhögun um eftirlaun til aldraðra árin 1983 og 1984.

Í Ed. var gerð smávægileg breyting á frv. eins og það var lagt fram. Við 2. mgr. 26. gr. laganna, sem áður hljóðaði svo með leyfi forseta: „Viðbót þessi tekur bæði til grunnlífeyris samkv. 1. kafla laganna og til sérstakrar uppbótar samkv. 21. gr. laganna og skal borin uppi af Atvinnuleysistryggingasjóði“ bættist síðan að till. hv. nefndar Ed.: „uns ríkissjóður hefur yfirtekið að fullu þessa skyldu af Atvinnuleysistryggingasjóði.“

Heilbr.- og trn. Nd. var samþykk þessari breytingu. Hún leggur því til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed.

Hæstv. landbrh., hv. þm. Guðmundur G. Þórarins'son og hv. þm. Magnús H. Magnússon voru fjarverandi afgreiðslu málsins.