18.12.1982
Efri deild: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Félmn. hefur haldið fund og tekið til meðferðar skriflega brtt. frá Ólafi Ragnari Grímssyni. Málið hefur verið rætt. Niðurstaðan er sú, að fimm nm., Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur Bjarnason, Salome Þorkelsdóttir, Stefán Guðmundsson og Þorv. Garðar Kristjánsson styðja frv. óbreytt og eru á móti brtt. Ólafur Ragnar Grímsson er með sinni brtt. að sjálfsögðu, en Karl Steinar Guðnason kvaðst ekki vera búinn að taka afstöðu síðast þegar ég sá hann. Ég reiknaði með að hann mundi þá gera grein fyrir sinni stöðu.