18.12.1982
Efri deild: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Salome Þorkelsdóttir:

Herra forseti. Allir eru sammála um nauðsyn þess að lækka skatta. Ég lít svo á, að hér sé um að ræða sýndartillögu þeirra Alþb.-manna um að lækka skatta, og þá á það að gerast á kostnað sveitarfélaganna. Stórmannlegra hefði mér þótt að hæstv. ríkisstj. hefði sýnt hug sinn í verki með því að ganga á undan með því fordæmi að byrja á sjálfri sér og lækka skatta ríkisins áður en aðför er gerð að tekjustofnum sveitarfélaganna. Ég segi nei.