18.12.1982
Sameinað þing: 33. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (1104)

1. mál, fjárlög 1983

Ingólfur Guðnason:

Herra forseti. Fyrir hönd beggja menntmn. Alþingis mæli ég fyrir brtt. á þskj. 200 um deilingu heiðurslauna listamanna samkv. ákvörðun Alþingis. Í fjárlagafrv. er ætlað til þessara launa 1 millj. og 200 þús. kr.

Menntmn. hafa orðið sammála um að þessi laun hljóti 15 menn. Það er sama tala og var í síðasta ári. Af skránni hefur fallið Ásmundur Sveinsson, sem við öll vottum virðingu okkar, en inn á skrána hefur komið Sigurjón Ólafsson. Þeir menn sem nefndirnar gera till. um að hljóti þessi heiðurslaun eru: Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, María Markan, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Snorri Hjartarson, Stefán Íslandi, Svavar Guðnason, Tómas Guðmundsson, Valur Gíslason, og Þorvaldur Skúlason.

Heiðurslaunin nemi 80 þús. kr. til hvers.

Ég vil geta þess að hv. formaður menntmn. Ed., Ólafur Ragnar Grímsson, gat ekki vegna fjarveru sinnar af landinu verið viðstaddur afgreiðslu málsins né heldur hæstv. forsrh. Gunnar Thoroddsen.

Herra forseti. Ég vænti þess að þessi till. gangi sína leið. Ég hef lokið máli mínu.