18.12.1982
Sameinað þing: 33. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í B-deild Alþingistíðinda. (1111)

1. mál, fjárlög 1983

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 235 að flytja eina brtt. Hún er við 6. gr. fjárlaga, lið númer 4, undirlið 17. Ég þarf ekki að hafa um þetta langt mál. Mín brtt. er eingöngu í því fólgin, að þar sem stendur „til aukningar á dreifikerfi sjónvarps“ komi orðið „Ríkisútvarps“ í staðinn fyrir „sjónvarps“, þannig að sú heimild sem þarna um ræðir taki til beggja deilda stofnunarinnar.