18.01.1983
Efri deild: 28. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (1178)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Það er aðeins í tilefni af því að hæstv. forseti sagði að gert hefði verið samkomulag í gær á þann veg, að það samræmdist ekki því að málinu væri vísað núna til nefndar. Ég hafði heyrt þetta áður. Ég ræddi við formann þingflokks Sjálfstfl. og hann tjáði mér að það hefði verið rætt um framkvæmd þessa máls, en að það sem um hefði verið talað væri ekki þess eðlis að það væri hægt að skilja sem samkomulag sem útilokaði að málið færi í nefnd.