26.01.1983
Neðri deild: 28. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1562 í B-deild Alþingistíðinda. (1321)

156. mál, orkulög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég fagna því að þetta frv. er fram komið og tel að í því séu ákvæði til stórra bóta. Ég vænti þess að Alþingi geri þetta að lögum fyrir vorið, þar sem hér er verið að fást við þau mál sem kannske hafa valdið hvað mestri byggðaröskun í þessu landi, en það eru orkumálin. Örugglega ætti þetta að auðvelda sveitarfélögum að fara út í boranir af meira öryggi en verið hefur.