02.02.1983
Sameinað þing: 45. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1659 í B-deild Alþingistíðinda. (1400)

Þingsköp

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Vesturl., Eiður Guðnason, spurðist fyrir um það hvort sú yfirlýsing um málsmeðferð hvalveiðimálsins, sem hæstv. sjútvrh. lýsti yfir hér í gær, stæði ekki óbreytt. Ég vil lýsa því yfir, að hún stendur óbreytt.

Varðandi aðrar umr. hér, þá var mjög deilt á starfsemi Alþingis og ríkisstj., og hv. 7. landsk. þm., Halldór Blöndal, þurfti að undirstrika það hér, að það væri ekki stjórnarandstaðan heldur ríkisstj. og stjórnarliðið sem bæri ábyrgð á, skildist mér, bæði öllu því sem væri að gerast í þjóðfélaginu og drætti á störfum Alþingis. Nú vill svo til varðandi þær tafir sem hafa orðið hér í dag á fundahöldum, þar sem beðið hefur verið um frest á fundum eða hlé hvað eftir annað, að sú beiðni hefur komið fram frá aðalleiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem er um leið formaður utanrmn.