02.02.1983
Sameinað þing: 45. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1659 í B-deild Alþingistíðinda. (1401)

Þingsköp

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég verð að lýsa undrun minni á síðustu ummælum hæstv. forsrh. Sú beiðni sem formaður utanrmn. hefur lagt fram um að fundi sé frestað er borin fram í nafni utanrmn. Alþingis en ekki í nafni hans sem formanns stærsta stjórnmálaflokks landsins. Þetta veit hæstv. forsrh. jafn vel og ég En hitt vekur athygli mína, að mér finnst skína í gegnum þessa yfirlýsingu hæstv. forsrh. að honum finnist Alþingi vera að sletta sér fram í samþykkt og ályktun ríkisstj. og hlýt að telja að honum finnist að ályktun ríkisstj. varðandi mótmæli við hvalveiðibanninu eigi að ganga fram hvað sem Alþingi liði. Ég hlýt að skilja ummæli hæstv. forsrh. svo.