02.02.1983
Sameinað þing: 45. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1703 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

91. mál, hvalveiðibann

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Það er ekki með glöðu geði sem ég fellst á þessa till. Ég vil taka skýrt fram að í því felst viðurkenning á þeirri staðreynd, að miklir hagsmunir eru í húfi og þar vega þyngra þeir sem meiri eru. En í þeirri afstöðu felst alls ekki viðurkenning á ákvörðun um það að hvalveiðar hafi verið stundaðar hér utan marka vísindalegrar stjórnunar. Í því felst ekki heldur viðurkenning á því að við afsölum okkur rétti til þess að halda áfram hvalveiðum. Ef svo fer innan þriggja ára, að við getum í skjóli vísindalegra rannsókna fært fram fullgild rök fyrir rétti okkar til þess og nauðsyn, þá ber okkur að segja skilið við Alþjóðahvalveiðiráðið að fordæmi Kanadamanna með fullum rétti. Þess vegna segi ég já.