09.02.1983
Efri deild: 39. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1797 í B-deild Alþingistíðinda. (1550)

61. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Frsm. meiri hl. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. sem felur í sér framlengingu á skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, sem hér hefur verið við lýði um nokkurt árabil og ítarlega verið ræddur hér í hv. deild oftar en einu sinni, bæði á þessu kjörtímabili og hinu fyrra, þannig að það er óþarfi að kynna hv. dm. þær meginröksemdir sem við meirihlutamenn í fjh.- og viðskn. höfum fram að færa þessum skatti til stuðnings nú sem áður. Læt ég því nægja, herra forseti, að mæla með því fyrir hönd meiri hl. fjh.- og viðskn. að frv. verði samþykkt. Við höfum mælt með því áður, þeir sem þennan meiri hl. skipa, að frv. verði samþykkt og gerum það enn.