11.02.1983
Neðri deild: 37. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1889 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

Um þingsköp

Forseti (Garðar Sigurðsson):

Út af þessum orðum hv. þm. Sighvats Björgvinssonar, þá ætti ég auðvitað að geta svarað því til fulls hvernig þessu yrði háttað. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að það hafi verið ákveðið að hætta kl. 7. Lok þessa fundar eru því óráðin enn að ég tel. Auk þess tel ég ekki ástæðu til að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson þurfi að hafa miklar áhyggjur af mikilvægum miðstjórnarfundi, eins og hann kallar það, sem ég veit ekki hvort rétt er, hjá Alþb. (Gripið fram í: Það þarf að bera blak af Alþb. núna í blöðunum.) Ég vil leyfa mér að benda hv. þm., sem eiga sæti í öðrum deildum, að tala þar fremur en hér. Það hefur ekki tíðkast síðan Alþingi var endurreist að leyfa slíkt tal milli deilda og ástæðulaust að fulltrúi einnar hreyfingar í landinu taki upp þann sið. Um þingsköp ættu ekki að þurfa að vera mjög langar umr. g harma það, ef menn ætla að eyða þingfundartíma í slíkt mjög lengi.