14.02.1983
Neðri deild: 38. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1940 í B-deild Alþingistíðinda. (1685)

85. mál, efnahagsaðgerðir

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Áherslan hefði verið ríkari ef þingflokksformaðurinn hefði beðið um þetta með einhverjum hætti. (HBl: Hann á ekki sæti í deildinni.) En hann getur komið skilaboðum inn í deildina fyrir því, mínir góðu menn. (GHelg: Forseti. Er misvægi á orðum þm. hér í hv. deild?) Forseti hlýtur að taka meira tillit til þess sem þingflokksformenn biðja um og æskja heldur en almennir þm., án þess þó að ég vilji í neinu öðru en með góðu mæta þeirra óskum. En af þessu getur því miður ekki orðið nú, en þegar í stað að lokinni atkvgr., sem ég get ekki séð að blandist neitt saman við þingskapaumr. sem urðu hér fyrir skemmstu. Verð ég nú að halda fast við að við ljúkum atkvgr. og bið um góða samvinnu, eins og við höfum t. d. alltaf átt saman, við hv. 8. landsk. þm., í þessu máli.