16.02.1983
Neðri deild: 41. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2075 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

196. mál, áfengislög

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir um breytingu á áfengislögum, er eins konar fylgifrv. frv. um breyt. á lögum um tollheimtu og tolleftirlit á þskj. 121, sem flutt hefur verið af fjmrh. og er til meðferðar í þessari þd. Er þar gert ráð fyrir breyttum reglum um meðferð varnings sem er í skipi eða öðrum farkosti sem kemur til landsins. Til þess að ákvæðið nái tilgangi sínum þarf jafnframt að breyta tilsvarandi ákvæði í áfengislögum og er frv. þetta flutt til að samræmis gæti að þessu leyti. Jafnframt er með frv. lagt til að landhelgi samkv. áfengislögum verði framvegis hin sama og almenn landhelgi, þ. e. 12 sjómílur. Er það einnig til samræmis við áðurnefnt frv., sem gerir ráð fyrir að tollalögsagan verði 12 sjómílur.

Herra forseti. Ég legg til að frv. þessu verði að þessari umr. lokinni vísað til hv. allshn.