21.02.1983
Efri deild: 47. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2105 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

187. mál, fólksflutningar með langferðabifreiðum

Davíð Aðalsteinsson:

Herra forseti. Hv. 2. þm. Austurl. undraðist það mjög að ekki skyldi vera skylduákvæði í þessu frv. til l. varðandi póstflutninga. Slík skylda var á herðar lögð sérleyfishöfum áður á tíð. Ég hygg að meginástæðan hafi verið sú, að umferðarmáladeildin, sem nú heyrir undir samgrn., tilheyrði Póst- og símamálastofnun upphaflega. Þarna var síðar skilið á milli og umferðarmáladeildin sett undir samgrn. En meðan sú deild tilheyrði og var undir stjórn póst- og símamálastofnunar hefur vafalaust þótt mjög eðlilegt að skylda þessa aðila til póstflutninga.

Ég vildi aðeins koma þessu að til skýringar.