02.11.1982
Sameinað þing: 11. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 294 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

263. mál, lögmannskostnaður og ríkisábyrgð á launum

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég stend upp til að mótmæla þessum ummælum hv. þm. mjög harðlega. Ég skora á hann að hlutast til um að það verði leitað til dómstóla til að kanna hvort rn. hefur farið út fyrir þann lagaramma sem það á að starfa eftir í þessu máli. Þeir embættismenn, sem með þetta hafa farið, eru alls trausts verðir að mínu mati. Það eru embættismenn sem um árabil hafa sinnt málum af þessum toga og þekkja þan mjög vel, menn bæði frá fjmrn. og félmrn. Ég kannast ekki við að þeir hafi farið út fyrir sín starfsmörk í þessum úrskurðum og ég kannast ekki við að rn. hafi yfir höfuð haldið þannig á málum að það sé að slugsa með almannafé, eins og hv. þm. fullyrti hér áðan. Ég tel að þetta séu ósæmilegar aðdróttanir, sem hv. þm. hafði hér uppi, og mótmæli þeim harðlega.