01.03.1983
Neðri deild: 47. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2355 í B-deild Alþingistíðinda. (2085)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Lagt hefur verið til að kosin verði sjö manna lausanefnd til þess að íhuga mál þetta af hálfu þessarar deildar, sem heimild er fyrir í 15. gr. þingskapa, 8. mgr.

Fram komu fjórir listar með jafnmörgum nöfnum samtals og menn skyldi kjósa. Samkv. því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvgr.:

Matthías Bjarnason (A),

Jóhann Einvarðsson (B),

Matthías Á. Mathiesen (A),

Ragnar Arnalds (C),

Birgir Ísl. Gunnarsson (A),

Páll Pétursson (B),

Magnús H. Magnússon (D).

Frv. vísað til hinnar nýkjörnu nefndar með 29:1 atkv.