01.03.1983
Sameinað þing: 59. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2365 í B-deild Alþingistíðinda. (2109)

Umræður utan dagskrár

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Í þingsköpum Alþingis, 3A. gr., segir svo, með leyfi forseta:

„Skylt er þm. að sækja alla þingfundi, nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er, og metur hann nauðsynina.“

Það hlýtur í þessu máli að vera spurning um hvort leitað hafi verið til forseta um fjarvistarleyfi í þessu tiltekna máli hér. Ég vil benda forseta á þessa grein þingskapalaganna og spyrja hann að því hvort leitað hafi verið eftir fjarvistarheimild hjá viðkomandi ráðh.

Annars vil ég segja að það gengur auðvitað ekki að fara út í efnislega umr. um þetta mál að hæstv. samgrh. fjarstöddum og ég mun alls ekki gera það. Ég hef áður gert aths. við embættisfærslur þessa ráðh. og gerði það þá að honum viðstöddum. Ég hef ekki meira um þetta mál að segja í bili.