01.03.1983
Sameinað þing: 59. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2378 í B-deild Alþingistíðinda. (2129)

51. mál, vélhjólaslys

Frsm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Allshn. Sþ. hefur haft til umfjöllunar till. til þál. um könnun á vélhjólaslysum og fengið umsagnir um það mál frá Bilreiðaeftirliti ríkisins og umferðarráði.

Í umsögn umferðarráðs, sem er mjög athyglisverð, kemur m. a. fram. að umferðarráð hafi á undanförnum árum safnað upplýsingum af öllu landinu um umferðarslys, sem lögregla hefur skráð, þ. á m. um slys á bifhjólum og léttum bifhjólum. Fylgir yfirlit með umsögn umferðarráðs, þar sem einmitt er bent á nokkrar tölur um slík slys. Kemur þar m. a. fram, að fjöldi slysa á bifhjólum var á árunum 1975–1982 151, en á léttum bifhjólum 361 og að meðaltali á ári á bifhjólum 19 og léttum bifhjólum 45.

Umferðarráð telur þýðingarmikið að jafnan séu unnar sem ítarlegastar upplýsingar úr þeim gögnum sem fyrir hendi eru um umferðarslys í landinu, svo nota megi þær til stuðnings fyrirbyggjandi starfi. Í bréfi umferðarráðs kemur fram að umferðarráð hafi fengið mjög takmarkaðar fjárveitingar og umferðarráð hafi ekki haft svigrúm til jafnrækilegrar úrvinnslu upplýsinga um umferðarslys og æskilegt væri og til væri ætlast af löggjafanum.

Að því er varðar ráðstafanir til úrbóta vegna vélhjólaslysa bendir umferðarráð á nokkur atriði, sem ráðið telur að þurfi endurskoðunar við. Í fyrsta lagi þurfi að endurskoða aldur ökumanna, þjálfun þeirra og búnað. Lögfesting notkunar öryggishjálma bendir það á að hafi gefið góða raun. Einnig bendir það á að endurskoða þurfi gerð vélhjóla og afl, en upplýst er að brögð eru að því að léttum bifhjólum sé breytt eftir skráningu svo þau verði aflmeiri en lög gera ráð fyrir. Það bendir á notkun ljósabúnaðar án tillits til ljósatíma og að endurskoða beri notkun endurskins- og glitmerkja og umferðarreglur.

Í umsögn Bifreiðaeftirlitsins kemur fram: Bifreiðaeftirlitið bendir á að í umferð eru hjól, svonefnd torfæruhjól, sem ekki uppfylla lög og reglur um búnað til aksturs á vegum. Þau eru því ekki skráð, segir Bifreiðaeftirlitið, og munu í flestum tilvikum vera ótryggð.

Allshn. Sþ. telur mjög brýnt að gerð verði úttekt á tíðni, orsökum og afleiðingum vélhjólaslysa í umferðinni, eins og fram kemur í þessari till. til þál. á þskj. 51. og þá sérstaklega að leitað sé leiða til fyrirbyggjandi aðgerða og tillögum um úrbætur sé skilað í tillöguformi til Alþingis, eins og hér er gert ráð fyrir.

Allshn. gerir eina breytingu á tillgr.. þar sem segir í upphaflegu tillgr. að könnunin skuli unnin á vegum heilbrrn. og dómsmrn. Allshn. telur að það þurfi að taka af allan vafa um hvort rn. eigi að hafa frumkvæði í þeirri könnun, sem gert er ráð fyrir í till., og gerir tillögu um að könnunin verði unnin á vegum dómsmrn. í samráði við heilbrrn. Nefndin telur einnig eðlilegt að inn í þessa könnun komi þeir sem hafa unnið að þessum málum og gert nokkra úttekt á þeim, þ. e. umferðarráð og landlæknisembættið.

Allshn. leggur til að till. á þskj. 52 verði samþykki með eftirfarandi breytingu og tillgr. orðist svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að gera ítarlega könnun á tíðni, orsökum og afleiðingum vélhjólaslysa í umferðinni. Könnunin skal unnin á vegum dómsmrn. í samráði við heilbrrn.

Skal áliti skilað í skýrsluformi til næsta reglulegs Alþingis ásamt tillögum um fyrirbyggjandi aðgerðir.“