02.03.1983
Efri deild: 53. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2411 í B-deild Alþingistíðinda. (2162)

217. mál, hafnalög

Jón Helgason:

Herra forseti. Vegna þeirrar tillögu sem kemur fram í þessu frv. um breytingu á lögum um landshafnir vildi ég vekja athygli á sérstöðu Þorlákshafnar. Það er um að ræða tiltölulega fámennt sveitarfélag, en þar er stór og erfið höfn, sem þjónar að meira eða minna leyti öllu Suðurlandi. Ég held því að það þurfi að skoða rækilega aðstöðu þar áður en lögum er breytt. En ég á sæti í þeirri nefnd sem þessu máli hefur verið vísað til og skal því ekki fjölyrða frekar um þetta. Ég vildi aðeins láta þetta sjónarmið koma hér fram.