02.03.1983
Efri deild: 53. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2411 í B-deild Alþingistíðinda. (2163)

217. mál, hafnalög

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Örstutt athugasemd.

Ég skil mætavel aths. hv. 3. þm. Suðurl. og vil til skýringar því sem ég sagði áðan lesa, með leyfi forseta, ákvæði til bráðabirgða. Þar segir:

„Samgrn. skal taka upp viðræður við hreppsnefndir Neshrepps utan Ennis og Ölfushrepps, sem og bæjarstjórnir Keflavíkur og Njarðvíkur, um afhendingu mannvirkja landshafnanna á Rifi, í Þorlákshöfn og Keflavík/Njarðvík til viðkomandi sveitarstjórna til eignar og reksturs samkv. hafnalögum. Heimilt er í viðræðum þessum að ákveða að framkvæmdaskuldir téðra hafnarsjóða verði yfirteknar af ríkissjóði.“

Mér þykir rétt að vekja sérstaka athygli á þessu vegna þess að mér er að sjálfsögðu ljóst að hér er um vandmeðfarið mál að ræða og að aðstaða er dálítið breytileg frá einni landshöfn til annarrar einmitt af þeim ástæðum sem hv. þm. nefndi. Því er gert ráð fyrir að um þetta fari fram ítarlegar viðræður og samningar við viðkomandi hafnarstjórnir.