02.03.1983
Neðri deild: 48. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2437 í B-deild Alþingistíðinda. (2201)

211. mál, lán vegna björgunar skipsins Het Wapen

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af fjórum þm. og er um heimild handa ríkisstj. til þess að ábyrgjast lán vegna björgunar skipsins Het Wapen. Þessi heimild er með þeim hætti, að það er farið fram á að ríkisstj. ábyrgist allt að 50 millj. kr. lán gegn tryggingu, sem fjmrn. telur fullnægjandi, enda liggi fyrir samþykki fjvn.

Nm. í fjh.- og viðskn. Nd. töldu eðlilegt að samþykkja þetta heimildarákvæði, enda er framkvæmd þess falin fjmrn. og fjmrh. og síðan mun fjalla um það fjvn. Alþingis, áður en ábyrgð verður að veruleika, og meta hvort viðkomandi tryggingar teljast gildar eða ekki.

Nefndin varð sammála um að leggja til að frv. yrði samþykkt, en einn nm., Ingólfur Guðnason, skrifar undir álitið með fyrirvara.