02.03.1983
Neðri deild: 48. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2441 í B-deild Alþingistíðinda. (2211)

208. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Vegna orða síðasta hv. ræðumanns, þá kemur þetta nú ekki sjálfkrafa. Það er talað um að menn þurfi að taka það fram á sínu skattframtali, hvenær þeir vilja njóta þessa. Það kemur ekki sjálfkrafa. (Gripið fram í.) Þeir þurfa að taka það fram á framtölum sínum hvenær þeir telja sig hætta vinnu og hvenær þeir vilja njóta þess arna.

Ég held að það sé nú ekki tilfellið að einhverjir hækki í launum, nema þá hæstaréttardómarar eftir gömlu reglunni. Opinberir starfsmenn ná yfirleitt ekki nema 60% af dagvinnutekjum. Eftir því sem við förum lengra og lengra út í það að hafa aðrar tekjur en dagvinnutekjur, allra handa uppmælingu, akkorð og aukavinnu, Fasta aukavinnu og lausa aukavinnu. rýrna þessi 60% alltaf meira og meira. Ég þykist vita að opinberir starfsmenn almennt fái ekki nema kannske 40%, þó að þeir hafi unnið í 30 ár, af raunverulegum tekjum. Ég tel þetta frv. mjög þýðingarmikið og skora á þessa hv. deild og hv. Ed. að afgreiða málið á þessu þingi.