02.03.1983
Neðri deild: 48. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2448 í B-deild Alþingistíðinda. (2226)

77. mál, útvarpsrekstur

Menntmrh. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Það er rétt, að útvarpsmálin í landinu hafa verið mjög til umræðu undanfarin ár og vissulega hefur það sjónarmið komið fram mjög skýrlega hjá allstórum hópi manna og stækkandi hópi að ýmsar breytingar þurfi að gera á útvarpslögum. sem þó eru reyndar ekki nema um 10 ára gömul. Það er víst hverju orði sannara að lög úreldast oft á skömmum tíma og ég hef ekki farið neitt dult með það, að ég tel að þó að útvarpslögin hafi reyndar verið góð á sinni tíð, fyrir um 10–12 árum, vel úr garði gerð á þeim tíma og á ýmsan hátt betri en þau sem áður giltu, sé vafalaust og áreiðanlega komið að því að endurskoða þurfi þessi lög. Ég hef tekið undir þá almennu skoðun. Og ég beitti mér fyrir því eftir að ég varð ráðh.. mun hafa verið á árinu 1981, að kveðja til og stjórnskipa tiltekna nefnd til að fara yfir útvarpslögin og gera tillögur um breytingar á þeim lögum eða semja ný útvarpslög ef svo vildi verkast.

Það er rétt. að þessi nefnd vann rúmlega eitt ár og skilaði áliti sínu í oki. 1982. Í þessari nefnd voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka og það voru í henni auk þess fulltrúar frá Ríkisfitvarpinu sjálfu. Þessi nefnd skilaði allítarlegu áliti og þar á meðal ákveðnum tillögum. þ. e. drögum að nýjum útvarpslögum.

Ég skal ekki fara efnislega út í þetta. Þetta er mál sem menn nauðaþekkja reyndar og ekki ástæða til að fara mikið út í þetta nú. Ég vil að það komi líka fram, að þegar ég fékk þetta álit í hendur leist mér á margan hátt vel á þær hugmyndir sem þar komu fram, og ég hef áreiðanlega látið það eftir mér hafa opinberlega, og hvað þá um þrengri hópa, að ég teldi að þetta frv. væri þess eðlis að það væri vel frambærilegt og full ástæða til þess að það sæi dagsins ljós hér í þingsölum.

Hitt er svo annað mál, að það hefur orðið dráttur á því að ég flytti frv. Ég vil gjarnan greina frá því hver ástæðan er til þess að sá dráttur hefur orðið. Hún er einfaldlega sú, að ég hef sem pólitískur ráðh. og sem partur af flokki og ríkisstjórn talið mér skylt að bera mig saman við mína flokksmenn og mína samþingsmenn og samráðherra mína, þá sem starfa með mér í ríkisstjórninni.

Að sjálfsögðu hefur þetta mál verið kynnt öllum þingflokkum og menn vita hvað í þessu frv. stendur. Þetta mál var rætt mjög ítarlega á flokksþingi framsóknarmanna, sem haldið var í vetur, og það hefur einnig verið rætt í þingflokki framsóknannanna og ég veit ekki annað en það hafi verið rætt í öllum þingflokkum meira og minna. Og niðurstaðan af þessum umr. hefur satt að segja, og það viðurkenni ég fúslega, ekki verið uppörvandi fyrir mig og þær skoðanir, sem ég kann að hafa látið í ljós, um að í þessu frv. væri margt gott að finna og það væri fullkomlega frambærilegt til framlagningar.

Ástæðan til þess að frv. bíður er einfaldlega sú, að ég tel mig ekki hafa fengið það mikinn stuðning meðal flokksmanna minna né heldur meðal þeirra sem standa saman um ríkisstj. nú með mér að ég teldi mér fært að leggja það fram. Reyndar er það svo, að ég hef ekki fengið, þrátt fyrir eftirgrennslan, samþykki fyrir því að þetta mál verði flutt sem stjfrv. Hitt er svo annað mál, og ég hef reyndar látið það nýlega koma fram, þegar blaðamaður hringdi til mín frá Dagblaðinu nú á dögunum greindi ég honum frá því með alinennum orðum, að ég hef ekki mikla trú á því að þetta mál yrði flutt sem stjfrv. Okkar samtal var ekki ítarlegt og ekkert endanlegt í því sem þar kom fram, en ég vil þó geta þess, að ég hef í rauninni aldrei gefið upp vonina um að svo gæti orðið, þótt stutt sé til þingloka, að e. t. v. yrði þetta frv. flutt sem stjfrv., og ennþá er ég með fsp. um það til minna samráðh. og samstarfsmanna í ríkisstj. hvort svo geti orðið. En ég segi það af einlægni hér, að ég er vondaufur um að ég fái heimild til þess að flytja þetta frv. sem stjfrv., hvorki af hálfu minna eigin flokksmanna né heldur af hálfu annarra sem með mér starfa í ríkisstj. Þetta vil ég að komi alveg skýrt og skorinort í íjós.

Hins vegar kemur það til, ef svo til tækist að þetta mál yrði ekki flutt sem stjfrv. í eiginlegum skilningi, að ég flytti það til kynningar í eigin persónu, undir nafni menntmrh. Slíkt kemur auðvitað til greina. Í rauninni eru þessi mál öll til athugunar enn hjá mér, hvaða endanlega úrslit þetta mál kann að fá hér, þó að stutt sé til þingloka.

Þetta var nú held ég meginefni þess sem kom fram í fsp. hv. þm., en ef það er ekki rétt bið ég hann að leiðrétta mig, ef það er eitthvað fleira sem hann vildi spyrja sérstaklega út í. En ég vona að það hafi komið skýrt fram hver sé ástæðan fyrir því að ég hef ekki flutt frv. Hér er um að ræða eðlilega pólitíska ástæðu; tillitssemi við þann flokk sem ég fylli og þá menn sem ég sit með í stjórn. Því hef ég ekki flutt þetta frv., jafnvel þó að það sé heyrum kunnugt að ég tel þetta frv. frambærilegt. Þó að breyta þurfi í því einstökum greinum kannske, orðalagi á stöku stað og einstökum greinum, tel ég að þarna hafi verið unnið mjög gott verk og frv. hefði verið full frambærilegt að flytja hér á þinginu. En ástæðurnar fyrir því gagnstæða eru þær sem ég hef greint.

Ég veit þó ekki hvort ég á að fara efnislega út í þetta. Ég er ekki alveg viss um að við yrðum sammála um allt í sambandi við þessi mál efnislega. Ég er t. d. mjög í vafa um að það sé rétt athugað að Video-son hefði fengið útvarpsrekstrarleyfi ef þetta frv. hefði orðið að lögum. Ég er mjög í vafa um að svo gæti orðið. Á það hefur raunar ekkert reynt. En þar er gert ráð fyrir að tiltekin nefnd veitti slík leyfi og það var ætlunin að sett yrðu ákveðin skilyrði fyrir slíku. Ég er ekki viss um að Video-son hefði uppfyllt þau skilyrði. Auk þess er kannske sitthvað við það að athuga líka og reyndar nokkuð við það að athuga af minni hálfu að fela þetta vald tiltekinni nefnd. Ég held að leyfisveitingin eigi að vera í höndum ráðh., en þá að sjálfsögðu eftir að hafa leitað ráða hjá aðilum af því tagi sem þar er gert ráð fyrir, þ. e. einskonar nefnd sem fjallaði sérstaklega um leyfisbeiðnir. En endanlegt vald hefði að sjálfsögðu átt að vera hjá ráðh., að mínum dómi. En ég vil þó að gefnu tilefni í ræðu hv. flutningsmanns láta í ljós efa minn um að Video-son hefði fengið slíkt rekstrarleyfi. Ég held að það sé mjög mikill vafi að það hefði verið gert.

Ég vænti þess sem sagt að það hafi komið skýrt í ljós hverjar ástæður mínar eru fyrir þessu. Ég hef ekkert legið á því hverjar þær eru. Ég hef bæði lýst mínum eigin hug í þessu sambandi, en jafnframt því, að ég hef talið mér skylt að taka tillit til þeirra manna sem ég starfa annars með hér í hv. Alþingi.