03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2453 í B-deild Alþingistíðinda. (2242)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Í skattalögum er heimilt að draga frá kostnað vegna sjúkrakostnaðar, ef hann er verulegur, og ég sé engan eðlismun á því, hvort það er vegna almennra veikinda eða vegna tannviðgerða. Það er sagt að þetta nýtist ekki fátæku fólki. Flestir borga eitthvert útsvar og persónuafsláttur nýtist til þess að borga það, en auðvitað þyrfti að gera ónýttan persónuafslátt útborganlegan, eins og við höfum margoft lagt til, en ekki fengið stuðning annarra þm. með. Ég læt í ljós ánægju mína með að ríkisstj. skuli þó hafa mannað sig upp í að koma þarna til móts við fólk að nokkru leyti, að hluta til í sömu átt og við lögðum til í fyrra. Ég segi já.