03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2453 í B-deild Alþingistíðinda. (2245)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Það virðist vera samstaða um það hér í deildinni að reynt sé að greiða niður tannlæknakostnað fólks. Fjórir hv. þm. Alþfl. leggja til að þeir einir njóti þessara hlunninda sem hafa nægilegar tekjur til þess að þeir greiða tekjuskatt. Ég tel að þetta væri harla ósanngjörn og óeðlileg niðurstaða, og raunar mikið ranglæti gagnvart láglaunafólkinu í landinu, og er því algjörlega mótfallinn þessari leið. Ég er hins vegar hlynntur þeirri aðferð, sem heilbrmrh. hefur gert að till. sinni í ríkisstj., en það hefur þar verið samþykkt, að greiða þennan kostnað eftir almannatryggingaleiðinni, og þess vegna segi ég nei.