03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2454 í B-deild Alþingistíðinda. (2247)

208. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég hygg, eftir þeim heimildum sem ég hef aflað mér, að samþykkt þessarar till. muni ekki hafa ýkjamikinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð, vegna þess að í skattalögum eru nú heimildir til að lækka tekjuskattsstofn manns, sem lætur af störfum, og mér er tjáð að skattstofur og ríkisskattstjóraembættið beiti þessum heimildum þegar við á. Hins vegar er hér gert ráð fyrir því að ákvæði af þessu tagi skuli beitt í öllum tilvikum, án tillits til tekna. Ég er ekki að öllu leyti ásáttur við orðalag þessa ákvæðis eins og það er hér borið fram og greiði því ekki atkv.