03.03.1983
Neðri deild: 49. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2455 í B-deild Alþingistíðinda. (2253)

211. mál, lán vegna björgunar skipsins Het Wapen

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Það eru miklir erfiðleikar í þessu þjóðfélagi. Það vantar víða peninga til að reka fyrirtæki sem eiga að geta skilað þjóðfélaginu arði. Ég lít svo á, að við höfum allt annað að gera við peninga en að fleygja þeim í 300 ára gamalt strand. (Forseti: Og hvað segir svo þm.?) Auðvitað nei.