03.03.1983
Sameinað þing: 60. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2490 í B-deild Alþingistíðinda. (2289)

Umræður utan dagskrár

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Í framhaldi af þeirri umr. sem hér hefur átt sér stað í dag er nauðsynlegt að spyrja hæstv. samgrh. tveggja spurninga. Við fyrri spurningunni vil ég fá afdráttarlaust svar, sem felst í jái eða neii, en hann ræður auðvitað hvernig hann svarar hinni síðari.

Fyrri spurningin er þessi: Var skipun í embætti flugmálastjóra pólitísk skipun eða ekki? Ég bið hann að svara já eða nei.

Seinni spurningin er þessi: Hverjir eru „við í ráðuneytinu“ sem vitnað hefur verið til? Ég vildi gjarnan fá svör við því líka.