07.03.1983
Efri deild: 59. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2585 í B-deild Alþingistíðinda. (2451)

Umræður utan dagskrár

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég vil aðeins þakka hæstv. samgrh. fyrir svör hans. Ég held að það hafi komið mjög glögglega fram bæði í svari hans og í máli hv. 2. þm. Reykn. að það er óhjákvæmilegt að við Íslendingar eigum tæki af þessu tagi, og eins og fram hefur komið sé eðlilegast að það sé í eigu Vita- og hafnamálastofnunar eins og verið hefur og hefur gefið góða raun.

Ég vil sem sagt ítreka þakkir mínar til sjútvrh. fyrir þessi svör og skora á hann að beita sér í því máli að reyna að afla hingað grafskips af þessu tagi, annaðhvort með því að leigja það nú í sumar eða helst með því að kaupa nýtt skip handa Vita- og hafnamálastofnun, eins og ég hygg að öllum sé ljóst að verði að gera. Ég álít brýnt að að því verði undinn bráður bugur.