08.03.1983
Neðri deild: 54. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2667 í B-deild Alþingistíðinda. (2505)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Eggert Haukdal:

Herra forseti. Í þessu frv. felst leiðrétting á vægi atkv., sem ég út af fyrir sig er samþykkur. En ef þessi stjórnlagabreyting er skoðuð í samhengi við drög að frv. til breytinga á kosningalögum, sem með fylgir, þá leiðir hún til þess að jöfnun milli flokka fer fram á kostnað kosningaúrslita í einstökum kjördæmum. Þannig kemur vilji kjósenda ekki fram sem skyldi. Auk þess eru reglurnar um úthlutun jöfnunarsæta óaðgengilegar og flóknar hinum almenna kjósanda. Ég segi nei.