08.03.1983
Neðri deild: 54. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2668 í B-deild Alþingistíðinda. (2506)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að landsmenn allir, hvar svo sem þeir eru búsettir og hvaða stjórnmálaskoðanir sem þeir hafa, eigi að hafa jafnan atkvæðisrétt. Mér er hins vegar ljóst að nú verður ekki nær því takmarki komist en frv. til stjórnarskipunarlaga á þskj. 367 gerir ráð fyrir. Ég segi því já.