08.03.1983
Neðri deild: 55. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2672 í B-deild Alþingistíðinda. (2528)

Um þingsköp

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil taka það fram að það sneiðist nú um starfstíma hins háa Alþingis, en við munum gefa okkur góðan tíma til 3. umr. og ekki verður knúið á umfram það sem eðlilegt getur talist. Hér er ekki verið að þvinga einn eða neinn eða fara fram með neinu offorsi. En ég skýt því til deildarinnar hvort hún vill veita afbrigði fyrir því að málið megi koma fyrir til umr. Það eru þegar komnir hv. þdm. á mælendaskrá og fyrstur er þar hv. 1. þm. Vestf.