08.03.1983
Neðri deild: 55. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2699 í B-deild Alþingistíðinda. (2554)

Um þingsköp

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það virðist vera orðið tæpt á því með málfrelsið hér í deild og það er athyglisvert að 1. þm. Vestf., sem gjarnan hefur verið kræfur að óska eftir því að kvöldfundir væru ekki haldnir tvö kvöld í röð, gerist nú sérstakur talsmaður þess að þeir skuli haldnir tvö kvöld í röð þrátt fyrir að hver og einn, sem var hér í gær, minnist þess að hann hljóp af kvöldfundi og sinnti ekki þingstörfum á þann veg að sitja hér þangað til fundi var lokið í deildinni. Mér finnst það koma úr hörðustu átt þegar slíkir menn kvarta unda vinnubrögðum annarra.