09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2750 í B-deild Alþingistíðinda. (2605)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Þessi grg. mín mun gilda fyrir alla atkvgr. sem fram undan er. Ég hef áður lýst því yfir að ég harmaði það mjög, og endurtek það, að kjördæmamálið skyldi slitið úr samhengi við mikilvæg stjórnarskrármál, mannréttindamál og jafnréttismál af öllu tagi sem brýna nauðsyn bar til að knýja fram. Hér hefur raunverulega verið eyðilagður sá möguleiki, sem fyrir hendi var til að knýja fram breytingar á stjórnarskránni, og er ljóst að miklar tafir verða á veigamiklum og nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni. Ég tek ekki þátt í afgreiðslu þessa máls og greiði því ekki atkv.