09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2751 í B-deild Alþingistíðinda. (2608)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Þessi till. fjallar um það að ráðherrar séu ekki alþm. Verði þm. engu að síður ráðh. þá taki varamenn sæti þeirra á Alþingi. Það skal undirstrikað, að þetta er ekki um aðalatriði þess grundvallarmáls sem við höfum flutt hér um aðgreiningu framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Meira var fjallað um aðalatriði þess í sjónvarpsþætti í gærkvöld, svo að dæmi sé tekið. Engu að síður er hér um að ræða athöfn í stjórnkerfinu þar sem þeirri grundvallarmeginreglu er fylgt að löggjafarvald og framkvæmdarvald séu aðskilin. Hygg ég, herra forseti, að þar sé um veigameiri stjórnarskrárbreytingu að ræða heldur en hina, að fjölga alþm. um þrjá. Ég segi já.