09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2752 í B-deild Alþingistíðinda. (2614)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Á borðum alþm. liggur skýrsla stjórnarskrárnefndar um endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem kemur m. a. fram hvaða tillögur fulltrúar flokkanna hafa gert um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins. Í þessari skýrslu kemur fram að bæði um þá síðustu till. sem afgreidd var hér áðan og þá till. sem nú er á dagskrá hafa fulltrúar Alþfl. í stjórnarskrárnefnd þegar gert till. sem fjallar um það sama og hv. þm. flytur nú tillögur um. Hér er aðeins verið að flytja tillögur fulltrúa Alþfl. inn á þing með þessum hætti. Það er ákvörðun okkar þm. Alþfl. að standa að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, m. a. með þessum atriðum, þegar þar að kemur. Mun ég í samræmi við það ekki greiða atkv. um þessa till.