09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2754 í B-deild Alþingistíðinda. (2625)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Sú till. sem hér liggur fyrir er að mínu mati ákaflega hættuleg. Hún er ósk um að löggjafarvald og framkvæmdarvald verði aðskilið. Hún er beiðni um hinn sterka mann. Hún er beiðni um það að hér verði tekið upp það kerfi sem aðeins gengur í löndum þar sem forsrh. og forsetar styðjast við hervald. Ég hef tekið það fram að ég mun ekki taka þátt í atkvgr. hér í dag og stend við það. En ég vara eindregið við þeirri hugmynd sem fram kemur í þessari till. Ég greiði ekki atkv.