09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2756 í B-deild Alþingistíðinda. (2636)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þó að það standi mér ekki næst að bera hönd fyrir höfuð formanni Framsfl., þá vil ég taka það fram vegna kynna minna af störfum hans og annarra flokksformanna að þeirri endurskoðun sem hér hefur átt sér stað, að það hefur ekki verið kastað til höndum og þaðan af síst hjá formanni Framsfl., Steingrími Hermannssyni. Ég tel það mjög varhugavert fyrir dreifbýlið að hafna því samkomulagi sem hér hefur tekist. Ég tel að afleiðingarnar af slíku gætu orðið stóralvarlegar fyrir hagsmuni dreifbýlisins. Og ég leyfi mér að benda á að þeir hv. þm. sem hafa talað eins og hv. 5. þm. Vestf. gerði hér áðan hafa næsta litlar tillögur flutt sjálfir sem betur tryggðu hag dreifbýlisins en það samkomulag sem hér er gert. Ég segi já.