09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2760 í B-deild Alþingistíðinda. (2661)

216. mál, Landsvirkjun

Frsm. (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur fjallað um frv. til l. um Landsvirkjun á þskj. 387 og mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt. Hér er um að ræða frv. sem byggist á samkomulagi milli eignaraðila, þ. e. ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar, og var samið af sérstakri samninganefnd sem þessir aðilar skipuðu. Hún lauk störfum, eins og fram kemur, nú eftir áramótin.

Fyrir þessu máli var ítarlega mælt s. l. föstudag af hæstv. iðnrh. Ég sé því ekki ástæðu til þess að fjölyrða um málið frekar hér.