09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2762 í B-deild Alþingistíðinda. (2671)

230. mál, almannatryggingar

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég hefði óskað eftir að beina ákveðinni spurningu til hæstv. heilbr.og trmrh. vegna frétta í Dagblaðinu í dag um þetta mál, þar sem hæstv. heilbr.- og trmrh. upplýsir — og þá er vísað til ákvörðunar ríkisstj. fyrir nokkrum dögum um að taka tannviðgerðir undir almannatryggingar — að það sé ekki ákveðið hvort allar tannviðgerðir verði teknar undir almannatryggingakerfið. Í því frv. sem hv. heilbr.- og trn: hefur fjallað um er gert ráð fyrir að allar tannviðgerðir verði teknar undir almannatryggingakerfið, þ. e. gullfyllingar, krónu- og brúaraðgerðir einnig. Því tel ég nauðsynlegt að fá upplýst hjá hæstv. ráðh. hvað fyrirhugað er af hálfu ríkisstj. í þessu sambandi og óska eftir að hann gefi deildinni upplýsingar um það mál. Ég óska eftir að hann verði kallaður til að verða viðstaddur þessa umr. (Forseti: Hæstv. ráðh. mun ekki vera viðstaddur svo að það verður þá að fresta afgreiðslu málsins.) Ég mun þá spyrja ráðh. þessarar spurningar við 3. umr. um málið. Ég vil ekki tefja það að þetta mál fari í atkvgr. núna og mun frestá því að beina þessari spurningu til ráðh. þar til við 3. umr.