09.03.1983
Efri deild: 64. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2786 í B-deild Alþingistíðinda. (2688)

238. mál, fangelsi og vinnuhæli

Frsm. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. Ed. hefur athugað þetta frv. 1. flm. þess, hv. þm. Stefán Jónsson, gerði grein fyrir efni þess hér fyrir nokkrum dögum og skal ég ekki rekja það. Það er í meginatriðum á þann veg að létta nokkuð undir með refsiföngum meðan þeir eru í haldi á ríkisins vegum, getur maður sagt, og þá þannig að þeir geta ekki unnið fyrir sér og eru teknalausir. Við nm. teljum að þarna sé um réttlætismál að ræða, en höfum engu að síður breytt 1. gr. þannig að kannske yrði þessi ívilnun ekki alveg eins mikil og tillögumaður hugsaði sér. En hann hefur samþykkt hið nýja orðalag og við flytjum brtt. á sérstöku þskj. og leggjum til að frv. verði samþ. með þeirri breytingu sem þar er gerð.