09.03.1983
Neðri deild: 57. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2829 í B-deild Alþingistíðinda. (2781)

230. mál, almannatryggingar

Forseti (Sverrir Hermannsson): Á þskj. 511 ber heilbr.- og trn. fram brtt., hina 4. á því þskj., um að 4. gr. orðist eins og þar segir. Þetta hefur verið samþykkt með 17:5 atkv.hv. þm. hefði getað komið þeim vilja sínum fram að lögin öðluðust ekki gildi með því að fella þessa till. og fella einnig þá till. sem í frv. er: Hér er um tvímælalausa afgreiðslu að tefla, sem enginn vafi leikur á um.