10.03.1983
Efri deild: 66. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2881 í B-deild Alþingistíðinda. (2857)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég tel að önnur leið til leiðréttingar á tilhögun kosninga til Alþingis sé æskilegri en sú sem þetta frv. felur í sér, en þetta frv. hefur náð það miklu meirihlutafylgi meðal alþm. að önnur leið hefur enga möguleika á því að hljóta samþykki nú, og þar sem brýn er þörf á lagfæringu á kosningaskipan til Alþingis segi ég já.