10.03.1983
Efri deild: 66. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2882 í B-deild Alþingistíðinda. (2861)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég álít að leiðrétting á vægi atkv. sé eðlileg. Ég er hins vegar ekki ánægður með þá málsmeðferð sem þetta mál hefur fengið og tel að hún þyrfti að vera með öðrum hætti, eins og ég hef áður gert grein fyrir. Ég undirstrika að stöðu landsbyggðarinnar verður að tryggja í stjórnarskránni þegar heildarendurskoðun hennar fer fram. Ég tel að um þetta mál, eins og það liggur hér fyrir, sé þó sæmileg sátt. Þetta er viðkvæmt mál og vandasamt til úrlausnar og ég veit að sennilega eru bæði þéttbýlið hér suðvestanlands og landsbyggðin, strjálbýlið, óánægð með niðurstöðu málsins. Það bendir kannske til þess að hér sé um að ræða sæmilega sanngjarna sátt og m.a. með tilliti til þess segi ég já.