10.03.1983
Neðri deild: 60. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2898 í B-deild Alþingistíðinda. (2899)

198. mál, fjáröflun til vegagerðar

Frsm. meiri hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. sem hefur fengið allverulega meðhöndlun í hv. Ed. Fjh.- og viðskn. Nd. hefur fylgst með störfum fjh.- og viðskn. Ed. án þess að sitja þá fundi og niðurstaða meiri hl. n. er að mæla með því að frv. þetta verði samþykkt með þeim breytingum sem komu fram í Ed., en nokkrar lagfæringar voru þá gerðar á frv. til lækkunar, aðallega varðandi þunga bíla og eins voru lækkaðir tollar á dekkjum á almenningsvagna og vöruflutninga- eða vörubifreiðar úr 40% í 20%. Ég vil taka fram að það var upplýst í n. að þessi lækkun væri áætluð um það bil 7 millj. kr. tekjuminnkun hjá ríkissjóði.

Ég vil aðeins ítreka að meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykki.