10.03.1983
Neðri deild: 60. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2899 í B-deild Alþingistíðinda. (2905)

225. mál, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. Nd. hefur fjallað um frv. þetta. Frv. felur í sér þá einu breytingu á gildandi lögum að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er heimilað að veita starfsmönnum fræðsluskrifstofa aðild að sjóðnum. en starfsmenn þessir eru opinberir starfsmenn þó að þeir séu vegna fyrirkomulags ráðnir samkv. grunnskólalögum, hvorki ráðnir af ríkinu né sveitarfélögum. heldur af stjórnum fræðsluskrifstofa í viðkomandi umdæmi.

Fjh.- og viðskn. Leggur til að frv. verði samþykki óbreytt.